KRÍA BLOG
SPECIALIZED SETUR ENDURVINNSLUNA Í GANG

SPECIALIZED er komið í samvinnu við einn stofnanda TESLA, JB Straubel, fyrrverandi tæknistjóra fyrirtækisins. Fyrirtæki hans REDWOOD sem sérhæfir sig í endurvinnslu á rafhlöðum mun í lok árs 2021 taka á móti öllum gölluðum eða ónýtum rafhlöðum úr Specialized hjólum. Rafmagnsúrgangur vex veldisvísislega í heiminum í dag og rafmagnshjól hafa margfaldast í sölu á síðastliðnum árum og t.a.m. seldust meira en hálf milljón í Hollandi árið 2020. Specialized vill taka ábyrgð á sínum skerf rafmagnsúrgangsins og er markmiðið að lágmarka úrgang úr rafhlöðunum hjólanna sem endast u.þ.b. 4-6 ár. Specialized mun gera samninga við söluaðila sína um að senda rafhlöðurnar sínar til Redwood sem er með verksmiðjuna sína í Nevada og sérhæfir sig í endurvinnslu rafhlaða og hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Nissan og Amazon. 
Specialized mun koma á fót sambandi við söluaðilia sína til þess að safna saman rafhlöðum sem hafa skemmst eða klárað sína síðustu hleðslu. Einnig munu notendur fá upplýsingar um hvernig og hvert þeir geti skilað rafhlöðunum sínum í gegnum appið Specialized Mission Control, sem getur tengst öllum rafhjólum frá Specialized en þar fá notendur líka upplýsingar um það hvenær þurfi að mæta með hjólin í uppfærslu ásamt því að þar er hægt að nálgast ýmsar aðrar hentugar upplýsingar um hjólin og ferðir þeirra.
Mike Sinyard, forstjóri Specialized, vildi vinna með Redwood, þar sem það er bandarískt fyrirtæki og gegnsæi er í forgrunni í vinnslu þess, í stað þess að senda rafhlöðurnar til þróunarlanda þar sem öryggi starfsfólks er ekki gætt með besta hætti. Markmiðið er að minnka vandamálið í stað þess að stækka það. 
Hægt er að lesa grein The Verge um málið hér