SKILMÁLAR

Afhending vöru

Þegar þú verslar í vefverslun KRÍA HJÓL getur þú valið á milli þess að sækja hana í verslun KRÍA HJÓL næsta virka dag eða fá hana senda heim með Íslandspósti. Allar pantanir sem á að sækja í verslun og gerðar eru fyrir klukkan 16:00 eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag eftir klukkan 16:00. Ef þær eru gerðar eftir 16:00 þá eru þær tilbúnar þar næsta virka dag eftir klukkan 16:00. Ef pöntunin þín er send með Íslandspósti fer hún í póst í síðasta lagi næsta virka dag. Venjulega tekur þetta ferli ekki nema 2 virka daga. Starfsmenn Íslandspósts keyra síðan pakka til þín á milli kl. 17:00-22:00 á kvöldin. Þetta þýðir að ef þú átt von á pakka eða ábyrgðarbréfi með Íslandspósti, þarftu ekki að fara á næsta pósthús til að ná í sendinguna þína heldur komum við með sendinguna heim til þín. Ef enginn er heima þegar starfsmaður Íslandspósts kemur skilur hann eftir tilkynningu þar sem fram kemur á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna.

Skilafrestur

Í lögum un neytendakaup nr.48/2003 er meginreglan sú að ekki er skilaréttur við kaup á ógölluðu vöru:

  • Vörur fást ekki endurgreiddar
  • þú getur skipt vöru eða fengið inneignarnótu
  • Kvittun eða reikningsnafn þarf að fylga með
  • Útsoluvörum er ekki hægt að skila eða skipta

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukorti eða með Netgíró í vefversluninni.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað.
KRÍA HJÓL áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi t.d. Reykjavikur

Upplýsingar um seljanda:

Kría Hjól ehf.
650309-0140
Fiskislóð 61
101 Reykjavík
s: 5349164
[email protected]
VSK-númer: 100857

Persónuvernd

KRÍA HJÓL virðir friðhelgi persónuupplýsinga um viðskiptavini sína. Með því að heimsækja vefinn okkar lýsir þú þig samþykkan þeim hefðum sem lýst er í núverandi yfirlýsingu um persónuvernd og öryggi. Ef þú hefur áður heimsótt vefinn okkar vinsamlega kynntu þér yfirlýsinguna að nýju til að fullvissa þig um að þú þekkir núverandi skilmála. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi öryggi og trúnað við meðferð upplýsinga um þig geturðu haft samband við okkur með tölvupósti á [email protected]

Persónulegar upplýsingar sem við söfnum

Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi, símanúmeri og kreditkortanúmeri, í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Einnig fjármálatengdar upplýsingar, svo sem kreditkortanúmer og heimilisfang vegna reiknings, og einstaklingsupplýsingar, svo sem netföng, heimilisfang, símanúmer og viðtökustað vörusendingar. Fjármálatengdar upplýsingarnar eru nýttar eingöngu til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir.

Að versla á vefnum okkar

Við leggjum okkur fram um að vernda persónulegar upplýsingar með því að nota þá öryggisstaðla sem viðeigandi eru eftir eðli upplýsinganna, hvort sem þær upplýsingar eru fengnar og/eða geymdar fyrir milligöngu netsins eða ekki. Við gerum allt sem skynsamlegt og viðeigandi getur talist til að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar glatist, verði stolið, óviðkomandi fái aðgang að þeim, þær verði opinberaðar, afritaðar, notaðar, þeim breytt eða eytt. Við leggjum sérstaka áherslu á að tryggja öryggi upplýsinga þegar keyptar eru vörur í gegnum vefsíðuna. Í þeim tilgangi notum við svokallaða SSL-dulritunartækni. Með SSL eru upplýsingarnar sem þú flytur frá tölvunni þinni dulritaðir yfir á vefþjón KRÍA HJÓL.

Ábyrgðarskilmálar

Vörur KRÍA HJÓL uppfylla ströngustu gæðakröfur. Full framleiðsluábyrgð er vegna galla á efni og vinnu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef vara telst gölluð munum við gera við hana eða skipta henni eða endurgreiða, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini.  Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar.

Afhending og sendingarkostnaður

Kría Hjól býður viðskiptavinum Íslandi upp á fría heimsendingu innanlands þegar verslað er fyrir hærri upphæð en kr. 10.000-. Kostnaður við sendingar sem kosta minna en kr. 10.000 er kr. 700 sem leggst ofan á vöruverð. Pantanir er reynt að afgreiða, og koma á flutningsaðila, innan við 24 klukkustundum eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Allar pantanir eru sendar með Póstinum heim að dyrum eða á það pósthús sem er næst kaupanda. Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilisfang en kaupandans, t.d. ef þú vilt fá vöruna afhenta á vinnustað eða þegar um gjafir er að ræða.
Það tekur almennt 2-3 virka daga að fá vöruna í hendur eftir að gengið hefur verið frá pöntun. Engar pantanir eru sendar á frídögum eða um helgar. Um afhendingu vörunnar gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Postins
Um ábyrgð seljanda á vörunni eftir að hún er afhent flutningsaðila fer eftir flutningsskilmálum Póstsins, sjá ofangreinda vefslóð. Eftir að kaupandi hefur fengið vöruna í hendur ber honum án tafar að yfirfara vöruna í því skyni að meta hvort varan sé í umsömdu ásigkomulagi. Kaupandi hefur 14 daga frest eftir afhendingu til að tilkynna seljanda um tjón á vöru sem rekja má til annars en eiginleika vörunnar.
Ef afhending vörunnar tekst ekki vegna atvika sem varða kaupanda þá mun seljandi geyma vöruna á lager í 2 vikur frá því flutningsaðili hefur fyrst reynt að koma vörunni til kaupanda. Að tveimur viknum liðnum hefur seljandi heimild til að rifta samningnum án frekari fyrirvara og endurgreiða kaupanda kaupverðið.
Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu. Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.
Um kaup vara í gegnum kriahjol.is gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.